Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. júlí 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
HM kvenna: Bandaríkin í úrslit eftir sigur á Þjóðverjum
Mynd: Getty Images
Bandaríkin 2 - 0 Þýskaland
1-0 Carli Lloyd ('69, víti)
2-0 Kelley O'Hara ('84)

Það var sannkallaður risaslagur í kvennaboltanum í nótt þegar tvö sigursælustu landslið frá upphafi mættust í undanúrslitum HM kvenna í Kanada.

Bæði lið voru gífurlega hungruð að komast í úrslitaleikinn og fá þannig tækifæri til að hampa bikarnum í þriðja skiptið, enda hefur sitt hvort landsliðið unnið HM tvisvar sinnum frá upphafi.

Leikurinn var fjörugur en jafn í fyrri hálfleik og hefðu Þjóðverjar getað komist yfir eftir um tuttugu mínútur af síðari hálfleik þegar Celia Sasic brenndi af vítaspyrnu.

Sex mínútum eftir vítaspyrnuklúðrið komust Bandaríkin yfir með vítaspyrnumarki frá Carli Lloyd og gulltryggði Kelley O'Hara sigurinn undir lokin.
Athugasemdir
banner
banner