Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 01. júlí 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Toppslagur á Fjölnisvelli
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það verður leikið í 1. deild kvenna og 4. deild karla í íslenska boltanum í dag og í kvöld.

Leiki dagsins má sjá hér fyrir neðan en í kvennaboltanum getur Völsungur aukið forystu sína í toppsæti C-riðilsins á meðan Fram þarf sigur til að missa ekki af toppbaráttuliðunum í B-riðli.

Árborg getur komist yfir ÍH og á topp A-riðils 4. deildarinnar þegar liðið heimsækir botnlið Kónganna í kvöld. Augnablik getur þá náð toppsæti B-riðilsins með góðum árangri gegn Vatnaliljum.

Í C-riðli á Örninn leik við Skínanda en í D-riðli eru þrír leikir á dagskrá þar sem Vængir Júpiters frá Hvíta riddarann í heimsókn í spennandi toppslag.

1. deild kvenna B-riðill
20:00 Álftanes-Fram (Bessastaðavöllur)

1. deild kvenna C-riðill
17:30 Völsungur-Sindri (Húsavíkurvöllur)

4. deild A-riðill
19:00 Kóngarnir-Árborg (Framvöllur)

4. deild B-riðill
19:00 Vatnaliljur-Augnablik (Fagrilundur)

4. deild C-riðill
19:00 Örninn-Skínandi (Kórinn - Gervigras)

4. deild D-riðill
20:00 Vængir Júpiters-Hvíti riddarinn (Fjölnisvöllur - Gervigras)
20:00 KB-Kría (Leiknisvöllur)
20:00 SR-Elliði (Gervigrasvöllur Laugardal)
Athugasemdir
banner
banner
banner