Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. júlí 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Suður-Ameríku bikarinn: Argentína rústaði undanúrslitaleiknum
Mynd: Getty Images
Argentína 6 - 1 Paragvæ
1-0 Marcos Rojo ('15)
2-0 Javier Pastore ('27)
2-1 Lucas Barrios ('43)
3-1 Angel Di Maria ('47)
4-1 Angel Di Maria ('53)
5-1 Sergio Agüero ('80)
6-1 Gonzalo Higuain ('83)

Argentína gjörsamlega valtaði yfir Paragvæ í undanúrslitaleik Suður-Ameríku bikarsins síðustu nótt.

Marcos Rojo kom Argentínumönnum yfir eftir korter af leiknum og bætti Javier Pastore öðru marki við tæpu korteri síðar.

Lucas Barrios minnkaði muninn fyrir Paragvæ, sem sló Brasilíu út í 8-liða úrslitum, rétt fyrir leikhlé og var staðan því 2-1 þegar lið gengu til búningsklefa.

Síðari hálfleikurinn byrjaði á eldflaugasýningu í boði Angel Di Maria sem gerði tvö mörk á fyrstu átta mínútunum. Sergio Agüero og Gonzalo Higuain innsigluðu sigurinn á lokakaflanum en Lionel Messi lék allan leikinn og lagði upp helming marka sinna manna og var valinn maður leiksins.

Argentína mætir heimamönnum í Síle í úrslitaleiknum sem verður spilaður á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner