Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 01. júlí 2015 13:15
Magnús Már Einarsson
Viðar vonast til að losna af bekknum eftir þjálfaraskipti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson vonast eftir að endurheimta sæti sitt í byrjunarliði Jiangsu Sainty eftir að Gao Hongbo þjálfari liðsins ákvað að segja starfi sínu lausu í byrjun vikunnar.

Viðar hefur verið talsvert á bekknum hjá Jiangsu undanfarnar vikur þrátt fyrir að vera kominn með sex mörk í fimmtán leikjum á tímabilinu.

„Hann setti mig á bekkinn núna fjóra leiki í röð allt í einu. Það var mjög óverðskuldað því mér finnst ég hafa spilað vel og skorað mörk og lagt upp slatta af mörkum líka. Fólkið og pressan hérna í Kína eru líka á sama máli," sagði Viðar við Fótbolta.net.

Jiangsu er í sjötta sæti í kínversku deildinni sem er fyrir neðan væntingar. Liðið þótti einnig spilað of varnarsinnað undir stjórn Gao.

„Hann er svakalega varnarsinnaður og passívur sem er skrýtið miðað við gæðin sem við höfum. Meðal annars þegar við spiluðum a móti liði sem var nýkomið upp þá spiluðum við með sex varnarmenn. Hann vill helst spila með miðjumann frammi."

„Flest toppliðin eru með evrópskan þjálfara og ég held að það henti okkur betur því kínverska leiðin er allt öðruvísi. Hann er ágætis þjalfari en pressan er mikil því miðað við kaupin okkar ættum við að vera í topp þremur."

Athugasemdir
banner
banner
banner