banner
   fös 01. júlí 2016 14:45
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Aron: Búið að vera eitt stórt partý
Icelandair
Aron Einar á æfingu liðsins.
Aron Einar á æfingu liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta hefur verið eitt stórt partý," sagði Aron Einar Gunnarsson þegar hann ræddi um EM við fréttamenn í dag.

Aron talaði af fyrra bragði um að nú sé mikilvægt fyrir íslenska landsliðið að fylgja eftir góðum árangri á EM strax í undankeppni HM sem hefst í haust. Þar er Ísland í riðli með Króatíu, Tyrklandi, Úkraínu, Finnlandi og Kosovo.

„Við höfum fengið smjörþefinn af þessu núna. Þetta er fullkominn tími núna til að tala um að við þurfum að byrja næstu undankeppni vel. Við þurfum að vera á tánum hvað það varðar. Það verður virkilega erfiður riðill til að komast á HM," sagði Aron.

„Við viljum komast á HM, alveg 100%. Maður vill þetta aftur. Ég veit að þið viljið það, ég veit að stuðningsmenn Íslands vilja það, við viljum það."

„Það verður erfitt að komast aftur niður á jörðina en við þurfum að gera það eins fljótt og hægt er og við verðum að klára þetta mót eins og menn. Ég hef fulla trú á því að við höldum áfram í þessari keppni,"
sagði Aron um framhaldið á EM.

Smelltu hér til að horfa á viðtali við Aron í heild

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner