Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 01. júlí 2016 17:00
Elvar Geir Magnússon
Annecy
Aron Einar hefur fengið að vita af áhuga frá öðrum félögum
Icelandair
Aron í baráttunni með Cardiff.
Aron í baráttunni með Cardiff.
Mynd: Getty Images
„Það er ekkert ákveðið en ég sagði við umboðsmann minn að ég vildi heyra af áhuga meðan á mótinu stendur. Ég hef fengið að heyra það en það er náttúrulega ekkert klárt," segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

Aron er samningsbundinn Cardiff City í Championship-deildinni næstu tvö árin. Eftir frammistöðuna á EM hafa önnur félög haft samband.

Á liðnu tímabili hafnaði Cardiff í áttunda sæti ensku B-deildarinnar en ótrúlegt en satt átti Aron ekki fast sæti í liðinu.

„Síðasta tímabil hjá Cardiff voru náttúrulega mikil vonbrigði. Meiðsli, veikindi og að komast ekki inn í liðið spilaði þar inn í. Það spilar inn í hausinn á mér núna en ég á svo góðar minningar þaðan að það væri erfitt að fara. Ef það kemur eitthvað stærra og betra þá hugsar maður það auðvitað."

Stjóraskipti hafa orðið hjá Cardiff. Paul Trollope, fyrrum stjóri Bristol Rovers, tók við stjórnartaumunum.

„Ég hef talað við nýja þjálfarann og heyri reglulega í fólkinu kringum klúbbinn. En núna pæli ég í að drulla okkur í gegnum þessi 8-liða úrslit," segir Aron Einar.

Smelltu hér til að horfa á viðtali við Aron í heild
Athugasemdir
banner
banner
banner