fös 01. júlí 2016 16:30
Magnús Már Einarsson
Annecy
Aron: Ekki búnir að æfa innköstin meira en vanalega
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson hefur átt mörg hættuleg löng innköst á EM í Frakklandi. Gegn Austurríki skallaði Kári Árnason innkast Arons á Jón Daða Böðvarsson sem skoraði. Kári lagði upp annað mark eftir innkast frá Aroni á mánudag þegar hann skallaði boltann á Ragnar Sigurðsson sem skoraði.

„Við vorum ekki búnir að æfa þetta meira en vanalega en við fórum yfir þetta á fundum," sagði Aron aðspurður út í innköstin í dag.

Englendingar töluðu fyrir leikinn um að Íslendingar væru hættulegir í innköstum. Þeir náðu þó ekki að stöðva þau því eftir sex mínútna leik á mánudag lá boltinn í netinu eftir langt innkast.

„Þegar einhver byrjar að tala um þetta of mikið og varast þetta þá kemur mark upp úr þessu. Það gerðist á móti Englandi. Þjálfarinn þeirra var búinn að tala um þetta, þeir voru búnir að æfa þetta og voru með hugann á þessu. Þá kom mark."

„Ef að þetta heldur áfram að virka þá nýtum við okkur þetta. Vonandi höldum við áfram að skora úr föstum leikatriðum því að við erum góðir í þeim. Vonandi koma fleiri mörk úr öllum áttum,"
sagði Aron.

Smelltu hér til að horfa á viðtali við Aron í heild
Athugasemdir
banner
banner