Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. júlí 2016 09:30
Magnús Már Einarsson
Birkir Már: Epladjúsinn er mjög góður
Icelandair
Birkir Már er ánægður með djúsinn.
Birkir Már er ánægður með djúsinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið hefur dvalið í Annecy í Frakklandi á meðan EM hefur staðið yfir.

Epladjúsinn úr héraðinu er frægur og fréttamaður spurði hvort að hann væri að hjálpa íslenska liðinu á EM.

„Ég drekk epladjús í morgunmat. Ég veit ekki hvort hann hjálpi en hann er mjög góður," sagði Birkir Már Sævarsson á fréttamannafundi í dag.

Jón Daði Böðvarsson tjáði sig einnig um Annecy og matinn þar.

„Við erum með okkar kokk á hótelinu í Annecy en við fáum líka að smakka matinn héðan. Það er fínt að skiptast á. Annecy er frábær staður til að vera á. Náttúruna og umhverfið er fallegt," sagði Jón daði.

Íslensku landsliðsmennirnir hafa kunnað mjög vel við sig í Annecy og Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi, hafði einnig orð á því.

„Leikmenn hafa sagt að þeim líði eins og heima hjá sér þegar við komum hingað aftur eftir leikina. Við stefnum að koma aftur hingað heim eftir leikinn á sunnudaginn," sagði Ómar.

Sjá einnig:
Annecy ein af ástæðum velgengninnar



Athugasemdir
banner
banner
banner