Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 01. júlí 2016 10:07
Magnús Már Einarsson
Annecy
Birkir Már: Fannst ég ná góðum tökum á Sterling
Icelandair
Birkir í baráttu við Sterling.
Birkir í baráttu við Sterling.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson átti fínan leik gegn Englandi á mánudaginn þegar Ísland vann frækinn 2-1 sigur.

Birkir missti Raheem Sterling inn fyrir sig þegar England fékk vítaspyrnu á 3. mínútu leiksins. Eftir það sást Sterling ekki í leiknum en Birkir var með hann algjörlega í vasanum.

„Maður hefur séð þessa leikmenn spilað svo oft að maður veit í hverju þeir eru góðir. Maður er smá forskot á þá þar, því þeir vita ekkert um okkur," sagði Birkir á fréttamannafundi í dag aðspurður út í leikinn gegn Englandi og baráttuna við Sterling.

„Það var smá ströggl í byrjun en svo fannst mér ég ná góðum tökum á honum. Það gefur manni sjálfstraust og mér leið vel inni á vellinum. Það gekk vel frá tíundu mínútu á móti honum. Þetta gefur manni hellings sjálfstraust fyrir framhaldið."

Birkir var einnig á fréttamannafundi í dag spurður út í muninn á því að spila í sænsku úrvalsdeildinni og á EM.

„Mesti munurinn er sá að leikmennirnir eru aðeins betri og fljótari. Þú getur ekki slakað á í eina sekúndu, þá er þér refsað. Í Svíþjóð er þér ekki refsað jafn oft," sagði Birkir.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner