Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. júlí 2016 17:21
Elvar Geir Magnússon
Ingólfur semur ekki við Volendam
Ingólfur vann 1. deildina með Víkingi Ólafsvík í fyrra.
Ingólfur vann 1. deildina með Víkingi Ólafsvík í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Fram, mun ekki ganga í raðir Volendam í Hollandi samkvæmt miðlum þar í landi.

Volendam bauð Ingólfi út til æfinga en félagið er í leit að hægri kantmanni.

„Ingólfur er frábær leikmaður,“ sagði Misha Salden, yfirmaður knattspyrnumála hjá Volendam, við RTV Sports.

„Hann er miðjumaður sem hefur einnig spilað á kantinum í gegnum tíðina. Í okkar huga er hann enginn kantmaður, heldur miðjumaður. Við ræddum saman í dag og vorum sammála um að taka málið ekki lengra. Það var þess virði að prófa þetta.“

Ingólfur þekkir vel til í Hollandi en hann hefur tvisvar sinnum leikið með Heerenveen.
Athugasemdir
banner
banner