fös 01. júlí 2016 12:28
Elvar Geir Magnússon
Annecy
Íslendingur varð fyrir árás Englendings
Icelandair
Mynd: Facebook
Arnar Þór Gíslason varð fyrir fólskulegri árás Englendings á bar í París í gærkvöldi en RÚV fjallar um málið.

Flaska var brotin í andliti Arnars sem tengir árásina við sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM.

Hann segir heppilegt að augun hafi sloppið.

„Bretarnir eru enn reiðir i Frakklandi. Einn ákvað að stúta flösku i andlitið á mér i gærkveldi og rífa af mér nefið að ástæðulausu. En heppni að augun sluppu. Farið varlega í kringum Bretana. Áfram Ísland," skrifar Arnar á Facebook en hann á vinsæla skemmtistaði á Íslandi.

Meðfylgjandi mynd birti Arnar á Facebook.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner