Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. júlí 2016 15:45
Elvar Geir Magnússon
Annecy
Myndir frá Arnarhóli hitta Aron Einar beint í hjartastað
Icelandair
Pakkaður Arnarhóll.
Pakkaður Arnarhóll.
Mynd: Getty Images
Aron í viðtalinu í dag.
Aron í viðtalinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum hér í nafni þjóðarinnar og erum að gera það svo vel að þetta er okkar heiður. Við kunnum allir að meta þennan stuðning," segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson um fótboltafárið sem ríkir á Íslandi samhliða góðum árangri landsliðsins.

Aron Einar spjallaði við íslenska fjölmiðla í Annecy í dag og segir hann að stemningin á Íslandi hafi svo sannarlega ekki farið framhjá okkar strákum.

„Að sjá Arnarhól pakkaðan á samskiptamiðlum hitti mann bara beint hingað," segir Aron og bendir á hjartastað.

„Maður finnur fyrir mestum stuðningi frá fjölskyldunni. Þau eru öll komin út og borga fúlgur fjár eins og allir okkar stuðningsmenn. Maður finnur fyrir Akureyrarstoltinu og að fá snöpp og skilaboð frá Þórsurum hefur mikla þýðingu fyrir mig," segir Aron. Honum skortir lýsingarorð þegar kemur að því að tala um hópinn og teymið í kring.

„Það er ólýsanlegt að vera hluti af þessum hóp en það hefur alltaf verið okkar draumur að komast á stórmót og gera vel. Maður þakkar starfsliðinu ekki nægilega mikið. Það eru allir á sama plani."

Maður fær aukakraft úr því sem maður les
„Maður fær SMS frá fjölskyldu og vinum sem ég kann að meta. Fyrir Austurríkis leikinn fékk ég eitt gott SMS frá Ragga Njáls vini mínum. Hann á hrós skilið fyrir það. Maður hefur sótt innblástur í þessi atriði og hefur fengið aukakraft úr öllu sem maður les. Maður svífur um á skýi en þetta snýst um að mæta í leikina á fullum krafti. Þá er enginn að fara að sigra okkur," segir Aron ákveðinn.

Aron segist hafa séð margt skemmtilegt efni tengt íslenska landsliðinu á samfélagsmiðlum.

„Ég hef haft gaman að þessu öllu. Það eru margar myndir sem er búið að kroppa út og photosoppa," sagði Aron en ein mynd er í uppáhaldi hjá honum. „Mér fannst mjög skemmtileg mynd þar sem ég er hálfur Ragnar loðbrók í víkingunum."

Myndin sem Aron talar um er hér að neðan.




Smelltu hér til að horfa á viðtali við Aron í heild
Athugasemdir
banner
banner