Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. ágúst 2014 16:00
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: Sky Sports 
Ansaldi til Atletico Madrid (Staðfest)
Ansaldi í leik með argentínska landsliðinu
Ansaldi í leik með argentínska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Christian Ansaldi, leikmaður Zenit í Rússlandi er genginn til liðs við Spánarmeistara Atletico Madrid.

Ansaldi er 27 ára Argentínumaður sem hefur spilað í sex ár í Rússlandi, með Zenit síðasta tímabil og fimm tímabil þar áður spilaði hann hjá Rubin Kazan.

,,Ansaldi er leikmaður sem mun hjálpa okkur að auka samkeppnishæfni liðsins. Þetta er lið sem getur spilað bæði vörn og sókn og félagaskiptin gera okkur fjölhæfari. Við erum mjög ánægðir með þetta," segir Jose Luis Perez Caminero, forstjóri íþróttamála hjá Atletico.

Ansaldi er áttundu kaup Atletico á leiktíðinni sem ætla sér að fylgja eftir frábæru tímabili þar sem þeir urðu óvænt Spánarmeistarar og voru aðeins einni mínútu frá því að sigra Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner