Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. ágúst 2014 22:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Courtois vill að Cech verði áfram
Thibaut Courtois.
Thibaut Courtois.
Mynd: Getty Images
Petr Cech.
Petr Cech.
Mynd: Getty Images
Thibaut Courtois segir að hann vilji að Petr Cech verði áfram hjá Chelsea svo hann gæti lært af honum.

Vafi liggur á hvort Cech verði áfram hjá Chelsea þar sem Courtois mun spila með Chelsea á næstu leiktíð eftir þrjár leiktíðir á láni hjá Atletico Madrid.

Belginn er af mörgum talinn vera besti ungi markmaður heims eftir tímann sinn á Spáni, en hann er aðeins 22 ára gamall.

Chelsea ku vera tilbúið að láta hann vera aðalmarkmann á næstu leiktíð sem þýðir að Cech væri færður á bekkinn eftir áratug á milli stanganna.

Það mun koma í ljós hvort Cech sé tilbúinn í að sætta sig við bekkjarsetu en mikill áhugi verður fyrir honum ef svo er ekki. Courtois segir að hann vonist til að Cech verði áfram og að Chelsea muni græða mikið á því að halda honum.

,,Petr er búinn að eiga tíu mjög góð ár hérna. Hann er einn af bestu markmönnum í heimi. Maður getur lært mikið af öllum markmönnum sem þú æfir með."

,,Hver markmaður er með sína kosti og eru mismunandi, það getur því verið gott að sjá þá æfa og maður getur lært af þeim.

,,Ég fór til Chelsea fyrir þremur árum en vegna þess að ég fór á lán, var ég fyrst núna að mæta á mína fyrsta æfingu, ég er mjög ánægður hérna," sagði markmaðurinn ungi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner