Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. ágúst 2014 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Danny Rose með nýjan fimm ára samning hjá Spurs
Danny Rose.
Danny Rose.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Danny Rose hefur undirritað nýjan fimm ára samning hjá Tottenham.

Þessi 24 ára gamli Englendingur hefur spilað 59 leiki með Tottenham síðan hann var keyptur frá Leeds árið 2007. Braust hann loks inn í aðalliðið á síðustu leiktíð og spilaði 22 deildarleiki.

Framtíð hans hefur verið í nokkurri óvissu eftir að Tottenham keypti bakvörðinn Ben Davies frá Swansea, en nú er ljóst að Rose er ekki á förum.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, gaf það enn fremur í skyn að hann liti á komu Davies sem aukna samkeppni fyrir Rose, fremur en að Davies kæmi í stað hans.
Athugasemdir
banner
banner