Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. ágúst 2014 18:34
Jóhann Ingi Hafþórsson
Deulofeu segir Roberto Martinez nógu góðan fyrir Barcelona
Gerard Deulofeu.
Gerard Deulofeu.
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, stjóri Everton er nógu hæfileikaríkur til að þjálfa Barcelona, segir Gerard Deulofeu.

Deulofeu var á láni hjá Everton á síðustu leiktíð og hjálpaði Everton að ná fimmta sæti og þar með sæti í Evrópudeildinni.

Hinn 20 ára sagði:,,Ég var hjá honum í eitt gott ár, það var mjög góð reynsla. Hann hjálpaði mér mikið."

,,Ef hann kæmi í Barcelona inn daginn væri það frábært, hann yrði velkominn."

Everton gerði félagsmet í vikunni með að kaupa Romelu Lukaku á 28 milljónir frá Chelsea en hann var afar góður hjá liðinu á síðastu leiktíð er hann var á láni hjá félaginu.

Deulofeu hefur mikla trú á að Lukaku haldi áfram að gera vel fyrir Everton.

,,Lukaku er mjög góður leikmaður, hann hjálpaði Everton mikið á síðustu leiktíð," bætti Deulofeu við.
Athugasemdir
banner
banner