fös 01. ágúst 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Hummels á leið til Man Utd
Powerade
Mats Hummels.
Mats Hummels.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan er allt helsta slúðrið úr enska boltanum í dag.



Arsenal hefur fengið þau skilaboð að félagið verði að borga 32 milljónir punda til að krækja í Juan Quintero leikmann Porto. (Daily Express)

Manchester United er nálægt því að ganga frá kaupum á Mats Hummels varnarmanni Borussia Dortmund á 20 milljónir punda. Þýska félagið ætlar í staðinn að fá Tiago Ilori á láni frá Liverpool. (Daily Mirror)

Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, hefur staðfest að Marouane Fellaini er einn af leikmönnum á óskalista félagsins. (Daily Telegraph)

Liverpool er að reyna að fá vinstri bakverðina Alberto Moreno frá Sevilla og Javier Manquillo frá Atletico Madrid. (Daily Star)

West Ham hefur átt í viðræðum við Samuel Eto´o og þá vill félagið einnig fá Hugo Almeida framherja Besiktas. (Times)

Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, er tilbúinn að bjóða 14 milljónir punda í Shinji Kagawa leikmann Manchester United. (Daily Express)

QPR ætlar að reyna að fá Morgan Amalfitano miðjumann Marseille en hann var í láni hjá WBA á síðasta tímabili. Samningaviðræður við Kolbein Sigþórsson ganga hins vegar illa. (Daily Mail)

WBA vill fá Haris Seferovic frá Real Sociedad. (Sun)

Middlesbrough vill fá Matt Lowton bakvörð Aston Villa á láni. (Daily Mail)

Sunderland gæti selt Connor Wickham ef hann skrifar ekki undir nýjan samning. (Sunderland Echo)

Louis van Gaal hefur látið setja upp HD myndavélar á æfingasvæði félagsins svo hann geti skoðað allar æfingar inn og út. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner