fös 01. ágúst 2014 14:00
Eyþór Ernir Oddsson
Liverpool með tvo bakverði í sigtinu
Mynd: Getty Images
Liverpool eru nálægt því að ganga frá kaupum á tveimur bakvörðum úr spænsku úrvalsdeildinni en frá þessu greinir fréttastofa Sky Sports.

Leikmennirnir eru vinstri bakvörðurinn Alberto Moreno, sem spilar fyrir Sevilla og Javi Manquillo, sem spilar fyrir Atletico Madrid.

Talið er að Manquillo komi á allt að tveggja ára lánssamning með möguleika á 6 milljóna punda kaupum á leikmanninum í lok lánssamnings en talið er að Moreno muni kosta Liverpool 20 milljónir punda.

Liverpool hefur eytt 90 milljónum punda í sex leikmenn í sumar, en Adam Lallana, Dejan Lovren og Rickie Lambert hafa komið frá Southampton, Divock Origi frá Lille, Emre Can frá Leverkusen og Lazar Markovic frá Benfica.

,,Við eigum eftir að gera fleiri viðskipti. Við höfum stöður sem við viljum fylla svo að við munum hafa sterkan hóp í lok ágúst," er haft eftir knattspyrnustjóra Liverpool, Brendan Rodgers.
Athugasemdir
banner
banner