Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. ágúst 2014 23:07
Jóhann Ingi Hafþórsson
Manchester City vill fá miðvörð áður en leiktíðin hefst
Manchester City varð Englandsmeistari á síðustu leiktíð.
Manchester City varð Englandsmeistari á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Manchester City vilja fá miðvörð til liðs við sig áður en tímabilið hefst.

Það er álit varaformanns félagsins, Ferran Soriano, en liðið verður að fara varlega þar sem UEFA fylgist grant með gangi mála eftir að liðið gerði sig sekt um að brjóta fjárhagsreglur UEFA.

Liðið hefur samt sem áður fengið Bacary Sagna, Fernando Reges, Willy Caballero og Bruno Zuculini í félagsskipta glugganum.

Nýju leikmennirnir hafa boðið upp á aukna breidd en það eru enn stöður sem þarf að fylla.

Soriano segir að það sé efst á blaði að fá til sín varnarmenn, en Mahdi Benatia og Eliaquim Mangala hafa verið mikið orðaðir við félagið.

Soriano sagði í viðtali: ,,Við spáum ekki í einu tímabili í einu, við spáum í þrem, fjórum, fimm tímabilum í einu er við fáum leikmenn til okkar."

,,Fyrir einu ári vissum við hvaða stöður þurfti að styrkja og við gerðum það. Við erum með nýjan hægri bakvörð, varnarsinnaðan miðjumann og nýjan miðvörð."

,,Við fáum ekki leikmenn bara til að fá leikmenn. Við fáum til okkar leikmenn til að fá jafnvægi og breidd í hópinn. Hópurinn okkar er mjög sterkur og þetta er annað árið með Manuel Pellegrini þannig við viljum gera mun betur," sagði Soriano.
Athugasemdir
banner
banner
banner