Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 01. ágúst 2014 19:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Mathieu skilur ekki slæmt gengi enska landsliðsins
Jeremy Mathieu.
Jeremy Mathieu.
Mynd: Getty Images
Jeremy Mathieu, varnarmaður Barcelona segist eiga erfitt með að skilja erfiðleika enska landsliðsins þar sem aðstæður þeirra til æfinga séu frábærar.

Mathieu, kom frá Valencia fyrir stuttu og er mjög hrifinn af æfingasvæði enska landsliðsins en þar hefur Barcelona verið að æfa í vikunni.

Englendingar komust ekki upp úr riðli sínum á HM í Brasilíu og fengu aðeins eitt stig og skoruðu aðeins tvö mörk í þremur leikjum.

Og Frakkinn sagði í dag að hann skildi ekki afhverju.

,,Ég veit ekki afhverju, með þessar aðstæður og Englendingum hefur gengið illa. Það er eitthvað sem ég get ekki svarað."

,,Ensku liðin er betra fólk til að svara þessari spurningu."

,,Ég get sagt að ég hef notið þess mikið að fá að æfa hér. Allt liðið er ánægt að fá að æfa saman og kynnast hvorum öðrum."

Athugasemdir
banner
banner
banner