Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. ágúst 2014 20:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Noregur: Pálmi Rafn spilaði allan leikinn í ótrúlegum sigri
Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már var allan tímann á varamannabekk Brann.
Birkir Már var allan tímann á varamannabekk Brann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lilleström og Brann mættust í dag í norsku úrvalsdeildinni en úr varð rosalegur leikur.

Petter Vaagan Moen kom Lilleström yfir í fyrri hálfleik úr víti, áður en Marius Lundemo tvöfaldaði forskot heimamanna með marki rétt fyrir hálfleik.

Brann náði þó að minnka muninn fyrir hlé með sjálfsmarki Arnold Otieno en staðan var 2-1 í hálfleik.

20 mínútum fyrir leikslok tókst liðsmönnum Brann að jafna leikinn með marki Kristoffer Barmen og tveimur mínútum síðar var viðsnúningurinn fullkominn er Jakob Orlov kom Brann yfir.

Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum fékk Daniel Mojsov að líta sitt annað gula spjald hjá Brann og léku þeir því einum færri.

Lilleström nýtti sér það svo sannarlega, Fred Fiday er maður með einstaklega skemmtilegt nafn en hann jafnaði leikinn á síðustu mínútunni. Lilleström voru ekki hættir því Petter Vaagan Moen skoraði sitt annað mark í uppbótartíma og sigraði Lillestöm að lokum 4-3 í hreint ótrúlegum leik.

Pálmi Rafn Pálmason spilaði allan leikinn í liði Lilleström á meðan Birkir Már Sævarsson var á varamannabekk Brann allan tímann.

Lilleström er í fimmta sæti deildarinnar með 27 stig en Brann í því næst neðsta með aðeins 12 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner