Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 01. ágúst 2014 08:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: BBC 
Olof Mellberg leggur skóna á hilluna
Olof Mellberg í treyju Aston Villa.
Olof Mellberg í treyju Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Svínn Olof Mellberg hefur ákveðið að segja það gott og er hættur í knattspyrnu eftir farsælan feril.

Þessi 37 ára gamli miðvörður hefur undanfarið ár spilað með FC Kaupmannahöfn.

,,Í dag endar ferill minn með FCK, sem verður mitt síðasta félag á ferlinum," sagði Mellberg við fjölmiðla í gær.

Mellberg lék lengst af með Aston Villa, en þar spilaði hann 263 leiki á sjö árum, áður en hann gekk í raðir ítalska stórliðsins Juventus.

Svíinn lék einnig með Olympiakos, Villarreal og Racing Santander.

Þá spilaði hann 117 leiki með sænska landsliðinu áður en hann hætti að gefa kost á sér eftir Evrópumótið 2012.
Athugasemdir
banner
banner