Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. ágúst 2014 08:30
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: BBC 
Ravel Morrison í varðhaldi til fimmtudags
Ravel Morrison er í vandræðum.
Ravel Morrison er í vandræðum.
Mynd: Getty Images
Ravel Morrison, leikmaður West Ham, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. ágústs vegna líkamsárásar.

Morrison er sakaður um að hafa slegið fyrrverandi kærustu sína og móðir hennar. Mætti hann fyrir dómara í gær sem hafnaði því að sleppa honum gegn tryggingu og mun Morrison mæta fyrir dóm að nýju á fimmtudaginn.

Árásin mun hafa átt sér stað snemma á sunnudagsmorgun.

Morrison kom til West Ham frá Manchester United í janúar 2012 en hann hefur síðan þá farið til Birmingham og QPR á láni.

Óvissa hefur verið um framtíð Morrison hjá West Ham og þessi ákæra gerir stöðu hans hjá félaginu ennþá erfiðari.
Athugasemdir
banner
banner