Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. ágúst 2015 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Fóboltamót Íslendingafélaganna í Danmörku
Mynd: Aðsend
Klakamótið Íslendigafélagana á Norðurlöndunum verður haldið í Horsens (Danmörk) dagana 11-13 september.

Klakinn eins og mótið er kallað er fyrir löngu orðið heimsfrægt og er þetta 34 árið í röð sem íslenskir karlmenn hittast og spila í 7-manna liðum yfir eina helgi einhverstaðar í Skandinavíu.

Slagorð Klakans er „70% skemmtun og 30% alvara”. Það geta ALLIR verið með á Klakanum, aldur og líkamlegt atgervi er fullkomlega afstætt þegar menn eru mættir til að skemmta sér með 100 öðrum íslenskum karlmönnum.

Þeir sem standa að Klakanum skora á lið heima á Íslandi til að leggja land undir fót og koma og eyða helginni með okkur og í geggjuðum félagsskap øl þystra Íslendinga.

Þátttökugjald er littlar 300 dkr (ca 6000 íslenskar krónur) á mann, og inni í því er gistiaðstaða, morgunmatur, laugardag og sunnudag og kvöldmatur á laugardagskvöldinu. Staðarhaldarinn mun síðan selja guðaveigar á sanngjörnu verði alla helgina.

Skráning er í netfanginu [email protected] og þið getið fundið allt um það á Facebook undir Klakamót íslendingafélaganna á norðurlöndum þar sem hægt er að leita svara við spurningum sem kunna að koma upp.
Athugasemdir
banner
banner