Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 01. ágúst 2015 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Guardiola tekur við Man City næsta sumar
Powerade
Næsti stjóri Manchester City?
Næsti stjóri Manchester City?
Mynd: Getty Images
Baba Rahman virðist vera á leið til Chelsea
Baba Rahman virðist vera á leið til Chelsea
Mynd: Getty Images
Eins og á flestum laugardögum er nóg að gera í slúðrinu í dag.



Manchester City eru fullvissir um það að félagið muni ráða Pep Guardiola frá Bayern Munchen næsta sumar. Þessi fyrrum þjálfari Barcelona hefur greint frá því að hann sé ekki alveg sannfærður um það að skrifa undir nýjan samning við þýska stórliðið. (Sun)

Forseti Barcelona, Josep Maria Bartomeu, hefur engin áform um að selja einhvern af leikmönnum liðsins, en Manchester United hefur áhuga á hinum 28 ára gamla Pedro. (Daily Mirror)

Chelsea hefur komist að samkomulagi um kaupverð á Baba Rahman, bakverði Augsburg, en talið er að það hljóði upp á 17,6 milljónir punda. (Bild)

John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur trú á því að Radamel Falcao muni blómstra hjá liðinu á komandi leiktíð. (Daily Star)

Tottenham vill kaupa miðjumanninn Sven Bender frá Dortmund. (Daily Mirror)

Tottenham verður að borga 14 milljónir punda Clinton N'Jie, sóknarmann Lyon. (Sun)

Aston Villa hefur haft samband við West Brom með 1 milljón punda tilboð í hinn 32 ára gamla Joleon Lescott. (Daily Mail)

Fernando Torres segir að hann stefni á titla með Atlético Madrid. (FourFourTwo)

Gianfranco Zola, þjálfari Al Arabi í Katar, segir að hann myndi íhuga það að kaupa Mario Balotelli frá Liverpool. (Sun)

Fyrrum sóknarmaður Manchester United, Dimitar Berbatov, er nálægt því að semja við Aston Villa á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Monaco fyrr í sumar. (Daily Express)

Hinn 24 ára gamli Sebastian Coates segir að það hafi verið auðveld ákvörðun að yfirgefa Liverpool í sumar og ganga til liðs við Sunderland. (Sunderland Echo)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, býst fastlega við því að Christian Benteke muni standa undir verðmiðanum, en hann gekk til liðs við félagið fyrir 32,5 milljónir punda á dögunum. (Times)

Stuðningsmenn Newcastle eru alls ekki sáttir við það að útileik liðsins gegn Bournemouth hafi verið breytt í hádegisleik. (Daily Mail)

Jay Rodriguez, sóknarmaður Southampton, gæti spilað sinn fyrsta leik á St. Mary's vellinum síðan í mars þegar að Southampton spilar æfingaleik gegn Espanyol á morgun. (Southern Daily Echo)

Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, mun leika með Everton á nýjan leik á morgun, eftir að þegið boð um að leika í góðgerðarleik Duncan Ferguson, fyrrverandi framherja liðsins. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner