Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 01. ágúst 2015 17:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sviss: Birkir kom inn á sem varamaður í sigri Basel
Birkir Bjarnason
Birkir Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sion 0 - 3 Basel
0-1 Matías Delgado ('27)
0-2 Adama Traoré ('69)
0-3 Leo Lacroix ('89, sjálfsmark)

Landsliðsmaðurinn, Birkir Bjarnason, lék síðustu 20 mínúturnar í öruggum 0-3 sigri Basel á Sion í svissnesku úrvalsdeildinni í dag.

Birkir kom inn á sem varamaður á 70. mínútu, skömmu eftir að Adama Traoré hafði komið Basel í 0-2.

Basel er með fullt hús stiga á toppi svissnesku deildarinnar eftir þrjá leiki.

Birkir, sem kom til Basel frá Pescara fyrr í sumar, hefur leikið tvo deildarleiki með svissneska liðinu.

Auk þess lék hann allan leikinn þegar Basel vann 1-3 sigur á Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner