Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 01. ágúst 2015 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Margrét Lára með stoðsendingu í tapi gegn Örebro
Margrét Lára Viðarsdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
KIF Örebro 4-2 Kristianstad
1-0 Ogonna Chukwudi ('27)
1-1 Johanna Rasmussen ('38)
2-1 Lisa Dahlkvist ('47)
2-2 Threse Ivarsson ('50)
3-2 Marina Engström ('54, víti)
4-2 Sarah Michael ('88)

Systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur léku báðar allan leikinn í 4-2 tapi Kristianstad gegn Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Margrét Lára lagði upp seinna mark Kristianstad sem kom á 50. mínútu, en áður hafði systir hennar fengið að líta gula spjaldið.

Elísabet Gunnarsdóttir stýrir Kristianstad sem er í 7. sæti deildarinnar með 16 stig.

Margrét Lára hefur skorað fjögur mörk í 10 leikjum á þessu tímabili á meðan hefur Elísa leikið alla 11 leiki liðsins.
Athugasemdir
banner
banner