Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 01. ágúst 2015 20:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Bendtner hetja Wolfsburg
Nicklas Bendtner
Nicklas Bendtner
Mynd: Getty Images
Wolfsburg 1 - 1 Bayern München (5-4 eftir vítaspyrnukeppni)
0-1 Arjen Robben ('49)
1-1 Nicklas Bendtner ('89)

Wolfsburg varð í kvöld meistari meistaranna í Þýskalandi eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Bayern Munchen.

Arjen Robben skoraði fyrsta mark leiksins snemma í seinni hálfleik eftir undirbúning Douglas Costa og skot Roberts Lewandowski.

Allt stefndi í sigur Bayern en hver annar en danski framherjinn, Nicklas Bendtner, jafnaði metin mínútu fyrir leikslok með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Kevins De Bruyne.

Leikmenn Wolfsburg skoruðu allir úr sínum spyrnum ú vítaspyrnukeppninni og Koen Casteels, markvörður Wolfsburg, náði að verja frá Xabi Alonso.

Það var svo títtnefndur Bendtner sem skoraði úr síðustu spyrnu Wolfsburg og tryggði liðinu sigurinn.
Athugasemdir
banner
banner