Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
   mán 01. ágúst 2016 21:54
Ívan Guðjón Baldursson
Gunni Borgþórs: Klaufar á síðasta þriðjungnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, var ánægður eftir markalaust jafntefli við Keflavík á heimavelli.

Selfoss er í 6. sæti Inkasso-deildarinnar, fimm stigum á eftir Keflvíkingum sem eru í 4. sæti.

„Ég er mjög ánægður með liðið. Mér fannst við sýna mikinn kraft, gott skipulag, héldum hreinu, spiluðum mjög góðan varnarleik og Vignir ver víti," sagði Gunni.

„Við vorum klaufar oft á síðasta þriðjungnum, ákvarðanatakan var oft ekki nógu góð og svo féll touchið ekki fyrir okkur í þessum góðu færum."

Gunni hljómar spenntur fyrir framtíð Selfoss liðsins og segir það vera markmið félagsins að fara upp í Pepsi-deildina á næstu þremur árum.

„Við erum með yfirlýst markmið að stefna upp á næstu þrem árum og erum í uppbygingarfasa. Til dæmis í dag settum við ungan strák inn í sinn fyrsta meistaraflokksleik og hikum ekkert við það.

„Skammtímamarkmiðið er áfram að reyna að vinna leiki, komast nær bestu liðunum og í rauninni að vera að keppa við efstu liðin, en ekki vera að keppa við liðin sem eru fyrir neðan okkur."

Athugasemdir