Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. september 2014 19:43
Daníel Freyr Jónsson
Daley Blind: Spenntur fyrir því að starfa með Van Gaal
Daley Blind með treyju United.
Daley Blind með treyju United.
Mynd: Manchester United
Daley Blind gekk í dag í raðir Manchester United frá hollenska meistaraliðinu Ajax fyrir 14 milljónir punda.

Þessi 24 ára gamli leikmaður segist mjög spenntur fyrir því að spila með United undir stjórn samlanda síns Louis Van Gaal.

,,Það er sannur heiður að skrifa undir hjá Manchester United," sagði Blind.

,,Ég hef verið hjá Ajax síðan ég var sjö ára gamall og ég á góðar minningar frá tíma mínum þar."

,,Louis Van Gaal er mjög hæfileikaríkur þjálfari. Ég starfaði með honum hjá Ajax og með hollenska landsliðinu og ég get ekki beðið eftir að vinna með honum hjá stærsta félagi í heimi."

Van Gaal hafði þetta að segja:

,,Ég er í skýjunum með að hafa fengið Daley. Hann er mjög fjölhæfur og snjall leikmaður sem les leikinn frábærlega. Hann er góð viðbót fyrir liðið."
Athugasemdir
banner
banner