Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. september 2014 12:45
Magnús Már Einarsson
Daníel Laxdal: Hagaði mér eins og asni
Daníel í leiknum í gær.
Daníel í leiknum í gær.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Daníel Laxdal, varnarmaður Stjörnunnar, segist sjá eftir því að hafa sparkað í Aron Bjarka Jósepsson varnarmann KR þegar boltinn var víðsfjarri í leik liðanna í gær.

Daníel og Aron voru að kljást inni á vítateignum og þeim viðskiptum lauk með því að Daníel sparkaði í Aron. Dómarar leiksins sáu atvikið ekki og Daníel heppinn að fá ekki rauða spjaldið.

,,Hann var að toga í hálsmálið á mér og sleppti ekki. Ég brást við eins og asni. Ég var að reyna að fella hann en þetta leit út eins og spark og þetta hefur ábyggilega verið spark," sagði Daníel við Fótbolta.net í dag.

,,Ég sá strax eftir þessu eins og kannski sást. Ég bað hann afsökunar. Ég hagaði mér eins og asni."

Stjarnan vann leikinn í Vesturbæ 3-2 þrátt fyrir að mikil forföll hafi verið hjá liðinu.

,,Fjölmiðlar og allir voru að búast við að KR myndi vinna og ná að stimpla sig inn í toppbaráttuna. Það voru margir í banni og meiddir og ég veit ekki hvort að þeir hafi vanmetið okkur út af því. Það stóðu sig allir frábærlega," sagði Daníel.
Athugasemdir
banner
banner