Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. september 2014 23:05
Magnús Már Einarsson
Falcao sagður hafa staðist læknisskoðun hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Radamel Falcao hefur staðist læknisskoðun hjá Manchester United en The Times greinir frá þessu í kvöld.

Manchester United ætti því að staðfesta lánssamning hans frá Monaco fljótlega.

Falcao hefur skorað 104 mörk í 139 deildarleikjum með Porto, Atletico Madrid og Monaco síðan árið 2009.

Þessi 28 ára gamli Kolumbíumaður gekk í raðir Monaco í fyrrasumar en hann missti af síðari hluta tímabilsins sem og HM í sumar vegna hnémeiðsla.

Í kvöld fór af stað orðrómur á Twitter um að Falcao hafi fallið á læknisskoðun en það er ekki rétt samkvæmt frétt The Times.
Athugasemdir
banner
banner
banner