Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 01. september 2014 23:50
Ívan Guðjón Baldursson
Hatem Ben Arfa til Hull (Staðfest)
Hatem Ben Arfa er gríðarlega hæfileikaríkur og verður eflaust góð viðbót við Hull sem er með 4 stig eftir 3 umferðir.
Hatem Ben Arfa er gríðarlega hæfileikaríkur og verður eflaust góð viðbót við Hull sem er með 4 stig eftir 3 umferðir.
Mynd: Getty Images
Þetta hefur verið ótrúlegur dagur í herbúðum Hull City sem er búið að krækja í fjóra leikmenn á lokadegi félagsskiptagluggans.

Fyrst kom Abel Hernandez frá Palermo og varð um leið dýrasti leikmaður í sögu félagsins, svo kom Mohamed Diame frá West Ham.

Þá var Gaston Ramirez staðfestur rétt fyrir lokun félagsskiptagluggans og fékk Hull framlengingu til að ljúka við að fá Hatem Ben Arfa á láni frá Newcastle.

Félagið virtist tæpt á tíma með kaupin á Ben Arfa en nú hefur það fengist staðfest að Frakkinn er genginn til liðs við Hull á láni eftir að hafa verið úti í kuldanum hjá Newcastle.

Steve Bruce, stjóri Hull, fer því sáttur að sofa í kvöld eftir að hafa styrkt leikmannahópinn vel í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner