mán 01. september 2014 08:30
Magnús Már Einarsson
Hólmbert til Bröndby (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Danska félagið Bröndby hefur fengið framherjann Hólmbert Aron Friðjónsson á láni frá Celtic.

Lánssamningurinn gildir út þetta tímabil en Bröndby hefur einnig tryggt sér forkaupsrétt á Hólmberti.

Hólmbert á að fylla skarð hins hávaxna Simon Makienok sem fór til Palermo á dögunum.

,,Hólmbert er hæfileikaríkur sóknarmaður sem við höfum fylgst með síðan hann spilaði á Íslandi," sagði Per Rud yfirmaður íþróttamála hjá Bröndby.

Hólmbert kom til Celtic frá Fram síðastliðinn vetur en hann er í íslenska U21 árs landsliðshópnum sem mætir Armeníu á Fylkisvelli á miðvikudag.

Hjá Bröndby verður Hólmbert liðsfélagi Daniel Agger sem kom til félagsins frá Liverpool um helgina.
Athugasemdir
banner
banner