Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 01. september 2014 14:03
Magnús Már Einarsson
Horsens kaupir Kjartan Henry (Staðfest)
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AC Horsens hefur keypt Kjartan Henry Finnbogason frá KR en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í dag.

Horsens er í 8. sæti í dönsku B-deildinni en þjálfari liðsins er Bo Henriksen fyrrum leikmaður Vals og ÍBV.

,,Við erum bæði stoltir og ánægðir með að geta kynnt sterkan framherja til leiks," sagði Henriksen.

,,Hann er öflugur í vítateignum og hann mun gera allt til að skora mörk. Hann er sterkur, markheppinn og getur haldið boltanum. Hann er framherjinn sem við höfum verið að leita að."

,,Hann hefur skorað í öðrum hverjum leik að meðaltali undanfarin þrjú til fjögur ár."

Kjartan Henry er 28 ára gamall en hann kom aftur til uppeldisfélagsins KR árið 2010 eftir fimm ár í atvinnumennsku erlendis.
Athugasemdir
banner
banner
banner