Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. september 2014 18:01
Elvar Geir Magnússon
Huntelaar á leið til Arsenal?
Huntelaar fagnar marki fyrir Holland.
Huntelaar fagnar marki fyrir Holland.
Mynd: Getty Images
Orðrómur þess efnis að hollenski sóknarmaðurinn Klaas-Jan Huntelaar sé á leið til Arsenal er orðinn ansi hávær.

Nokkrir fjölmiðlar segjast hafa heimildir fyrir því að Arsenal hafi virkjað riftunarákvæði í samningi leikmannsins hjá Schalke með því að bjóða 12,75 milljónir punda í hann.

Arsenal hyggst styrkja sóknarlínu sína en Sky Sports greindi frá því fyrr í dag að Danny Welbeck, sóknarmaður Manchester United, væri í læknisskoðun hjá félaginu.

Huntelaar er 31 árs og hefur verið hjá Schalke síðan 2010. Þar á undan lék hann með AC Milan, Real Madrid, Ajax, Heerenveen og PSV Eindhoven.

Hann hefur skorað 35 mörk í 65 landsleikjum fyrir hollenska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner