Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 01. september 2014 15:48
Magnús Már Einarsson
John Arne Riise til Apoel (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Norski vinstri bakvörðurinn John Arne Riise hefur skrifað undir tveggja ára samning við Apoel í Kýpur.

Riise hefur verið án félags síðan að samningur hans hjá Fulham rann út í sumar.

Hinn 33 ára gamli Riise hefur spilað með Fulham frá árinu 2011 en áður var hann á mála hjá Liverpool og Roma.

Riise er á leið í Meistaradeildarævintýri með Apoel en liðið er í riðli með Barcelona, PSG og Ajax.

Í gær mætti Riise hress á völlinn hjá Lilleström og sá liðið vinna Haugesund 2-0 en þar fékk hann sér fínan hamborgara eins og sjá má á þessari Twitter færslu hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner