mán 01. september 2014 23:25
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester tókst að krækja í Tom Lawrence (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Velski sóknarmaðurinn Tom Lawrence er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Leicester City.

Lawrence kostar félagið eina milljón punda og kemur frá Manchester United þar sem hann hefur aðeins komið einu sinni við sögu í úrvalsdeildinni.

Lawrence er aðeins 20 ára gamall og á 17 unglingalandsleiki að baki fyrir Wales þar sem hann hefur skorað 3 mörk.

Lawrence er einn af sjö sóknarmönnum félagsins á tímabilinu og mun því líklega ekki koma mikið við sögu, nema honum takist að gera betri hluti en Leonardo Ulloa, Chris Wood og David Nugent sem eru efstir í goggunarröðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner