Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. september 2014 17:50
Elvar Geir Magnússon
Sebastian Coates til Sunderland (Staðfest)
Coates alsæll í búningi Sunderland.
Coates alsæll í búningi Sunderland.
Mynd: Sunderland
Varnarmaðurinn Sebastian Coates hefur gengið í raðir Sunderland á lánssamningi frá Liverpool í eitt ár.

Þessi 23 ára úrúgvæski landsliðsmaður er áttundi leikmaðurinn sem Sunderland fær þetta sumarið.

Coates kom til Englands 2011 frá Nacional og lék 24 leiki fyrir Liverpool áður en hann var lánaður aftur til Nacional síðasta tímabil. Hann á 15 A-landsleiki að baki fyrir Úrúgvæ og var valinn besti ungi leikmaðurinn í Suður-Ameríku bikarnum 2011.

Hann lék með Úrúgvæ á HM í Brasilíu í sumar.

Annars er það að frétta úr herbúðum Sunderland að varnarmaðurinn Valentin Roberge hefur verið lánaður til Stade de Reims í Frakklandi í eitt ár. Þessi 27 ára leikmaður hefur leikið 13 leiki fyrir Sunderland.
Athugasemdir
banner
banner
banner