Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 01. september 2014 06:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Stjóri Watford hættir þrátt fyrir að vera í 2. sæti
Beppe Sannino.
Beppe Sannino.
Mynd: Getty Images
Beppe Sannino hefur óvænt hætt sem stjóri Watford í ensku Championship deildinni.

Watford hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum á tímabilinu og situr í 2. sæti deildarinnar.

Leikmenn liðsins eru hins vegar afar ósáttir með aðferðir Sannino á æfingum og í leikjum.

Ítalinn tók við Watford í desember í fyrra en hann hefur nú hætt vegna óánægju leikmanna.

Óánægjan hjá leikmönnum sást vel um helgina þegar Lloyd Dyer skoraði í sigri á Doncaster og hljóp upp að bekknum til að láta Sannino heyra það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner