Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 01. september 2014 11:32
Elvar Geir Magnússon
Tottenham að vinna baráttu um Welbeck
Mynd: Getty Images
Líklegt er talið að Danny Welbeck fari til Tottenham á lánssamningi frá Manchester United. Sóknarmaðurinn hefur áhuga á að ganga í raðir Lundúnafélagsins.

United var búið að tilkynna Welbeck að honum væri frjálst að yfirgefa félagið ef hann vildi. Helst vilja þeir þó ekki að hann fari í lið sem er í toppbaráttunni.

Þar sem Radamel Falcao er væntanlegur á Old Trafford í dag mun United þó líklega leyfa Welbeck að fara til Spurs.

Welbeck vill spila sem fremsti maður en Louis van Gaal hafði ekki hugsað hann sem fremsta mann í 3-5-2 leikkerfi sínu.

Tom Cleverley er líka frjálst að yfirgefa United en hann gæti verið áfram hjá félaginu út tímabilið þar til hann verður orðinn samningslaus í maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner