mán 01. september 2014 12:40
Fótbolti.net
Uppgjör umferðarinnar - Laxdal átti að fá rautt
Stjörnumenn fagna sigrinum gegn KR.
Stjörnumenn fagna sigrinum gegn KR.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Skegg umferðarinnar: Þórður Steinar Hreiðarsson í Val.
Skegg umferðarinnar: Þórður Steinar Hreiðarsson í Val.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Breiðablik jafnaði met í efstu deild með því að gera sitt ellefta jafntefli í sumar.
Breiðablik jafnaði met í efstu deild með því að gera sitt ellefta jafntefli í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni gerir Fótbolti.net upp umferðina á hressandi hátt. Þetta er allt til gamans gert og ber oft á tíðum ekki að taka of hátíðlega. Hér að neðan má sjá punkta úr 18. umferðinni sem leikin var á heilu bretti í gær.

Leikur umferðarinnar: KR 3 - 2 Stjarnan
Toppslagur KR og Stjörnunnar var hreint mögnuð skemmtun. Þvílíkt tempó og fullt af færum og umdeildum atvikum. Stjörnumenn sóttu oft stíft og voru á heildina betri. Sigurinn sanngjarn og skyndilega er þetta orðið að tveggja liða baráttu. Ólafur Karl Finsen var besti maður vallarins, skoraði tvö mörk en annað þeirr var sigurmarkið.

Atvik umferðarinnar: Daníel Laxdal átti að fá rautt
Daníel sparkaði í Aron Bjarka Jósepsson þegar boltinn var víðsfjarri. Dómararnir sáu ekki atvikið. Daníel heppinn að fá ekki rautt.

Þjálfari umferðarinnar: Rúnar Páll Sigmundsson
Með vængbrotna vörn vegna meiðsla og leikbanna sóttu Stjörnumenn stigin þrjú gegn KR. Liðið byrjaði leikinn illa en sýndi svo sparihliðarnar og átti margar frábærar sóknir.

Mark umferðarinnar: Jóhannes Karl Guðjónsson
Jói Kalli getur svo sannarlega sparkað í boltann og hann skoraði glæsilegt aukaspyrnumark þegar Fram vann Keflavík 4-2 á útivelli. Boltinn fór í fallegum boga i markið. Jonas Sandqvist, markvörður Keflavíkur, átti reyndar að gera betur. Frammistaða hans hefur dalað eftir því sem liðið hefur á mótið.

Hrun umferðarinnar: Keflavík
Keflavík komst yfir gegn Fram en tapaði leiknum á endanum 2-4. Í takt við niðursveiflu liðsins. Eftir góða byrjun eru Keflvíkingar komnir í fallbaráttuna og verða að horfast í augu við þá staðreynd að nú tekur við barátta fyrir lífinu í deildinni.

Vakning umferðarinnar: Valsmenn
Loksins virtust Valsmenn sýna áhuga og leikgleði þegar þeir rúlluðu yfir Eyjamenn 3-0. ÍBV sá ekki til sólar og átti varla almennilega sókn í leiknum.

Ekki lið umferðarinnar:
Eyjamenn börðust um að komast í Ekki liðið að þessu sinni. Abel Dhaira gaf Val fyrsta markið í leiknum á fáránlegan hátt og er í rammanum.

Abel Dhaira (ÍBV)

Jökull Elísabetarson (ÍBV) – Andri Ólafsson (ÍBV) - Atli Már Þorbergsson (Fjölnir) - Aron Grétar Jafetsson (Keflavík)

Stefán Gíslason (Breiðablik) - Einar Orri Einarsson (Keflavík) – Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)

Kjartan Henry Finnbogason (KR) - Mark Magee (Fjölnir) - Chukwudi Chijindu (Þór)

Mjaltatími umferðarinnar: Gestur frá hæli
Gestur frá Hæli, bóndi og útvarpsmaður, sá um að lýsa leik Vals og ÍBV á útvarpi Suðurland í gær. Gestur lék á als oddi í lýsingunni en hann hefur ekki náð að sjá marga leiki í sumar. ,,Þeir eru alltaf með þessa helvítis leiki á mjaltatíma," sagði Gestur ósáttur.

Spark umferðarinnar: Ásmundur Arnarsson
Ási Arnars sem er nú rólyndis maður missti stjórn á skapi sínu og sparkaði upp umgjörð sem er við enda hlaupabrautar vallarins.

Dómari umferðarinnar: Gunnar Jarl Jónsson
Heldur áfram að sýna frábæra frammistöðu. Það er aldrei vesen á leikjunum þar sem Gunnar heldur með flautuna.

Brot af umræðunni undir #fotboltinet á Twitter








Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner