mán 01. september 2014 15:37
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið vikunnar í enska - Fjórir frá Liverpool
Diego Costa er líklegur til að vera valinn leikmaður ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.
Diego Costa er líklegur til að vera valinn leikmaður ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Simon Mignolet er í markinu.
Simon Mignolet er í markinu.
Mynd: Getty Images
Leikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni var án nokkurs vafa ótrúlegur 6-3 sigur Chelsea gegn Everton. Chelsea er með fullt hús stiga líkt og Swansea. Manchester United og Arsenal gerðu aðeins jafntefli í sínum leikjum en Liverpool rúllaði yfir Tottenham.

Úrvalslið vikunnar í enska er að þessu sinni frá Garth Crooks hjá BBC.



Markvörður - Simon Mignolet (Liverpool)
Tók ekki hetjuvörslur en var öruggur í öllum sínum aðgerðum og alltaf til taks.

Varnarmaður - Branislav Ivanovic (Chelsea)
Verst vel og er farinn að skora mörk með fótunum, ekki bara höfðinu.

Varnarmaður - Ryan Shawcross (Stoke)
Hrikalega öflugur í mögnuðum 1-0 sigri gegn Manchester City.

Varnarmaður - Dejan Lovren (Liverpool)
Lovren ekki lengi að stimpla sig inn sem lykilmaður í vörn Liverpool.

Varnarmaður - Alberto Moreno (Liverpool)
Stóð sig vel í bakverðinum og kórónaði frammistöðuna með góðu marki.

Miðjumaður - Cesc Fabregas (Chelsea)
Var heilinn á bak við nánast allt sem gerðist fram á við gegn Everton.

Miðjumaður - Jason Puncheon (Crystal Palace)
Gríðarlega mikið í boltanum í 3-3 jafntefli gegn Newcastle.

Miðjumaður - Morgan Schneiderlin (Southampton)
Skoraði tvö mörk í 3-1 sigri gegn West Ham.

Sóknarmaður - Nathan Dyer (Swansea)
Spilar frábærlega um þessar mundir og skorar ansi lagleg mörk.

Sóknarmaður - Diego Costa (Chelsea)
Ótrúlega fljótur að aðlagast Chelsea og virðist fullkominn arftaki Didier Drogba.

Sóknarmaður - Raheem Sterling (Liverpool)
Unun að fylgjast með honum spila og virðist sífellt vera að taka framförum.

Sjá einnig:
Fyrri úrvalslið í enska boltanum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner