Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 01. september 2014 08:33
Magnús Már Einarsson
Veðbankar segja líklegast að Falcao endi hjá Man Utd
Radamel Falcao.
Radamel Falcao.
Mynd: Getty Images
Radamel Falcao, framherji Monaco, gæti gengið til liðs við félag í ensku úrvalsdeildinni áðru en félagaskiptaglugginn opnar í kvöld.

Kolumbíumaðurinn hefur verið orðaður við Arsenal, Manchester City, Manchester United sem og Real Madrid á Spáni.

Talið er að pakkinn að fá Falcao á láni kosti 20 milljónir punda og það hefur orðið til þess að mörg félög hafa ákveðið að hætta við að reyna að fá leikmanninn.

Enskir veðbankar segja núna að líklegast sé að Falcao fari til Manchester United en í gærkvöldi var líklegast að hann færi til Manchester City samkvæmt veðbönkum.

Þá hafa blaðamenn í Kolumbíu einnig sagt á Twitter að Falcao sé á leið á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner
banner