þri 01. september 2015 19:35
Alexander Freyr Tamimi
1. deild kvenna: FH, ÍA og HK/Víkingur í undanúrslit
Skagastúlkur eru komnar í undanúrslit.
Skagastúlkur eru komnar í undanúrslit.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Þrír leikir fóru fram í seinni umferð 8-liða úrslitanna í umspili 1. deildar kvenna um sæti í Pepsi deildinni í kvöld.

Það voru FH, ÍA og HK/Víkingur sem tryggðu sér sæti í undanúrslitunum og þar með möguleika á sæti í Pepsi-deild kvenna að ári.

FH vann góðan 3-1 útisigur gegn Völsungi eftir að hafa lent undir og Hafnarfjarðarliðið vann samtals 7-2 sigur. ÍA vann 3-0 sigur gegn Fjarðabyggð þar sem þær Maren Leósdóttir, Eyrún Eiðsdóttir og Unnur Ýr Haraldsdóttir skoruðu. Fyrri leiknum lauk einnig með 3-0 sigri ÍA.

HK/Víkingur og Fram gerðu markalaust jafntefli og fyrrnefnda liðið fer því áfram eftir að hafa unnið 2-0 sigur í fyrri viðureign liðanna.

HK/Víkingur 0 - 0 Fram (2-0 samtals)

Völsungur 1 - 3 FH (2-7 samtals)

1-0 Berglind Ósk Kristjánsdóttir ('60)
1-1 Nótt Jónsdóttir (´71)
1-2 Sjálfsmark ('84)
1-3 Markaskorara vantar ('87)

ÍA 3 - 0 Fjarðabyggð (6-0 samtals)
1-0 Maren Leósdóttir ('34)
2-0 Eyrún Eiðsdóttir ('42)
3-0 Unnur Ýr Haraldsdóttir ('79)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner