Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. september 2015 19:05
Alexander Freyr Tamimi
Aaron Lennon í Everton (Staðfest)
Aaron Lennon er mættur aftur á Goodison Park.
Aaron Lennon er mættur aftur á Goodison Park.
Mynd: Getty Images
Everton hefur gengið frá kaupunum á kantmanninum Aaron Lennon frá Tottenham og skrifaði hann undir þriggja ára samning við félagið.

Þessi 28 ára gamli Englendingur var á láni hjá Everton seinni helming síðustu leiktíðar og mun nú halda áfram að gleðja áhorfendur á Goodison Park næstu þrjú árin.

Lennon er sjötti leikmaðurinn sem Everton fær í sumar. Áður höfðu þeir Tom Cleverley, Gerard Deulofeu, David Henen, Mason Holgate og Ramiro Funes Mori samið við félagið.

„Við erum í skýjunum með að bjóða Aaron velkominn aftur til Everton. Við vitum að við erum að fá leikmann sem stuðningsmennirnir þekkja inn og út," sagði knattspyrnustjórinn Roberto Martinez.

„Hann lék gríðarlega mikilvægt hlutverk á seinni hluta tímabilsins og við hlökkum til að fá Aaron aftur í okkar lið. Hann er virkilega vel liðinn í klefanum og býr yfir mikilli reynslu af úrvalsdeildinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner