Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 01. september 2015 13:30
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Að vera Tólfa á útileikjum
Óskar Elías Ólafsson skrifar:
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Icelandair
Ósi í ísbjarnarbúningi í stúkunni.
Ósi í ísbjarnarbúningi í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Íslands taka sjálfu fyrir utan Ölver.
Stuðningsmenn Íslands taka sjálfu fyrir utan Ölver.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Að vera alvöru Tólfa þýðir ekki endilega að maður verði að mæta á alla útileiki. Tólfan virðir það að allir hafa ekki efni á eða möguleika á að komast á útileiki. Mér finnst alveg frábært hvað það eru margir sem að eru að fara til Hollands og sjá sögulegan viðburð. Hvernig sem leikurinn fer er nú þegar búið að skrifa þennan leik í sögubækurnar, aldrei hafa fleiri Íslendingar farið á útileik með íslenska landsliðinu.

Ég veit að allar okkar Tólfur sem verða þar munu syngja sig hása á vellinum og mun ekki fara framhjá neinum að Tólfan er mætt. En við hin sem komumst ekki til Hollands munum kappkosta við að mynda stemningu hér heima á heimavelli Tólfunnar, Ölveri. Að horfa á útileik í sjónvarpi (skjávarpa) á pöbb hljómar kannski ekki spennandi fyrir marga. Sumir spyrja sig örugglega af hverju að fara á pöbb þegar ég get horft á þetta heima?

Ég viðurkenni að ég fékk smá kjánahroll fyrst þegar ég var að horfa á leik á Ölveri og menn voru að syngja með og tralla. Mér eins og öruggleg mörgum fannst að þetta ætti bara heima í stúkunni. En sannleikurinn er sá að það er ótrúlega gaman að taka þátt í stemningu og syngja saman með fótboltaleik (meira að segja inná pöbb). Stemningin sem myndaðist á Ölver yfir útileiknum á móti Noregi var svakaleg.

Það var ótrúlegt að upplifa þetta móment þegar leikurinn endaði og í ljós kom að Ísland væri að fara í umspil í undankeppni HM, ég endurtek ÍSLAND á leiðinni í umspil í undankeppni HM, hver hefði trúað því????

Stemningin þá var ótrúleg og ég er svo ánægður að hafa ekki horft á leikinn heima heldur verið með Tólfunni á Ölveri.

Því segi ég við alla þá sem komast ekki til Hollands að það kemur ekki til greina að horfa á leikinn heima. Ölver er staðurinn og þar verður svaka stemning sem undir forystu Árna (Superman) verður geðveik. Þó að ég sé ekki að fara til Hollands get ég varla beðið eftir leiknum, ég er svo peppaður (svo ég vitni í Drummerinn) að það er ótrúlegt.

Ég er stolt Tólfa
Með Tólfukveðju

Ósi Kóngur (aka vinur Supermans)
Athugasemdir
banner
banner