banner
   þri 01. september 2015 13:45
Alexander Freyr Tamimi
Bestur í 2. deild: Mættum vel peppaðir
Leikmaður 18. umferðar - Eiður Ívarsson (Afturelding)
Eiður Ívarsson.
Eiður Ívarsson.
Mynd: Úr einkasafni
„Auðvitað er maður ánægður með sig eftir leik eins og þennan," segir Eiður Ívarsson markvörður Aftureldingar.

Eiður er leikmaður 18. umferðar í 2. deildinni en hann varði oft á tíðum frábærlega í 4-1 útisigri á ÍR á föstudag.

„Ég var aðallega ósáttur með að halda ekki hreinu. En ég átti fínar vörslur sem hjálpuðu liðinu og það sem skiptir mig mestu máli."

ÍR var á toppnum fyrir leikinn en Afturelding gerði sér lítið fyrir og komst í 3-0 í fyrri hálfleiknum.

„Sýndum mikinn karakter inn á vellinum og sýndum hverju við stöndum fyrir. Líka langt síðan við unnum leik svo greddan í að vinna leik var orðin mikil og við mættum vel peppaðir í leikinn og kláruðum hann með stæl."

Bæjarhátíðin "Í Túninu Heima" fór fram í Mosfellsbæ um helgina og sigurinn var góð byrjun á helginni. „Það var frábært að vinna toppliðið fyrir bæjarhátíðina. Gott að fara glaður og sáttur inn í hana."

Afturelding er í 5. sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Er Eiður ánægður með gengi liðsins í sumar?

„Já þannig séð þrátt fyrir að úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur í sumar þá hefur liðið spilað vel saman og höfum verið halda bolta vel og skapa færi, en svona er boltinn," segir Eiður en hvað er markmiðið út tímabilið?

„Bara að klára tímabilið með sæmd og sóma. Æfa vel og fara í hvern einasta leik með því hugafari að vinna hann. Sýna fólkinu sem mætir að horfa að við séum góðir í fótbolta," sagði Eiður að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Davíð Guðlaugsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Birkir Pálsson (Huginn)
Bestur í 3. umferð - Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Bestur í 4. umferð - Ásgrímur Gunnarsson (KV)
Bestur í 5. umferð - Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.)
Bestur í 6. umferð - Ben Griffiths (Tindastóll)
Bestur í 7. umferð - Halldór Logi Hilmarsson (KF)
Bestur í 8. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Paul Bodgan Nicolescu (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð - Marteinn Pétur Urbancic (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Jökull Steinn Ólafsson (KF)
Bestur í 12. umferð - Fernando Revilla Calleja (Huginn)
Bestur í 13. umferð - Viktor Daði Sævaldsson (Dalvík/Reynir)
Bestur í 14. umferð - Rúnar Freyr Þórhallsson (Huginn)
Bestur í 15. umferð - Ramon Torrijos Anton (Ægir)
Bestur í 16. umferð - Björn Anton Guðmundsson (ÍR)
Bestur í 17. umferð - Alexander Már Þorláksson (KF)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner