Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 01. september 2015 21:59
Magnús Þór Jónsson
Björn Páls: Sest niður með Ejub og Jónasi
Björn Pálsson og félagar eru komnir upp í Pepsi-deildina.
Björn Pálsson og félagar eru komnir upp í Pepsi-deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Pálsson var að vonum ánægður eftir að Víkingur Ólafsvík tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni og sigur í 1. deild í leiðinni með sannfærandi 7-2 sigri gegn Grindavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  7 Víkingur Ó.

„Þetta var mjög gott. Við vissum að við gátum komist upp en eftir úrslit helgarinnar gátum við unnið deildina líka og það hjálpaði okkur að kýla okkur upp," sagði Björn við Fótbolta.net.

„Ég held að við höfum verið pínulítið spenntir. Ég skil alveg mistökin á bakvið fyrsta markið en við vorum pínu spenntir."

Víkingur Ólafsvík fór upp fyrir þremur árum en liðið var enn meira sannfærandi í ár.

„Nei, við erum náttúrulega að vinna deildina og það er mjög gaman. Gull er skemmtilegara en silfur og þetta er sannfærandi hjá okkur, og það er búið að vera mikill stígandi í liðinu í sumar."

Björn ætlar að ræða samningamál við Víkinga að tímabili loknu og virðast ágætis líkur á að hann taki slaginn með liðinu í Pepsi-deildinni.

„Við Jónas og Ejub tölum saman og reynum að finna einhvern flöt á þessu," sagði Björn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner