þri 01. september 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Giaccherini lánaður til Bologna (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Sunderland er búið að lána Emanuele Giaccherini aftur til Ítalíu og þar gengur hann til liðs við Bologna sem er nýkomið aftur upp í A-deildina.

Giaccherini er kantmaður sem á 21 landsleik að baki fyrir Ítalíu og 40 efstudeildarleiki með Juventus.

Giaccherini var byrjunarliðsmaður þegar hann kom fyrst til Sunderland fyrir um 5 milljónir punda en spilaði lítið á síðasta tímabili vegna stöðugra meiðsla.

Giaccherini fer til Bologna á eins árs lánssamning og ekki er ólíklegt að Bologna kaupi leikmanninn, takist félaginu að halda sér uppi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner